Áhugaverð störf í boði hjá Þingeyjarsveit

Leikskóladeildin Krílabær á Laugum auglýsir lausar stöður frá miðjum ágúst 2025:

  • Tvær 80-100% stöður leikskólakennara.
  • Eina 60% stöðu við matseld og aðstoð á deild.

Krílabær er önnur tveggja leikskóladeilda Þingeyjarskóla sem er samrekinn leik- og grunnskóli í Þingeyjarsveit. Nemendur Krílabæjar eru 6 talsins. Áhersla er lögð á góð tengsl, tákn með tali og unnið er eftir stefnunni um jákvæðan aga

80-100% stöður leikskólakennara

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt stefnu og skipulagi skólans.
  • Vinna í nánu samstarfi við foreldra/forráðafólk nemenda.
  • Sinna verkefnum er varða uppeldi og menntun nemenda sem yfirmaður leikskólans felur honum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leikskólakennaramenntun, uppeldismenntun eða önnur menntun og reynsla sem nýtist í starfi.
  • Færni í samskiptum.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Góð íslenskukunnátta.

Við leitum að starfsfólki sem:

  • Treystir sér í faglega og metnaðarfulla vinnu.
  • Hefur brennandi áhuga á að starfa með börnum og ber virðingu fyrir þeim.

60% staða við matseld og aðstoð á deild

Möguleiki er á hærra starfshlutfalli með meiri viðveru á deild.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Elda og bera fram hollan og góðan mat fyrir nemendur og starfsfólk Krílabæjar, u.þ.b. 10 manna hóp í samræmi við matseðil yfirmatráðs Þingeyjarskóla.
  • Ganga frá eftir matartíma og  þrífa og sótthreinsa eldhús samkvæmt gæðahandbók mötuneytis Þingeyjarskóla.
  • Aðstoða yfirmatráð Þingeyjarskóla við pantanir fyrir Krílabæ og taka á móti vörum.
  • Taka þátt í uppeldi og umönnun barnanna í Krílabæ.

Við leitum að starfsfólki sem:

  • Vill vinna eftir ítrustu kröfum um hreinlæti og rétta meðhöndlun matvæla.
  • Er lausnamiðað og vill vinna í teymi
  • Ber virðingu fyrir börnum.

Umsóknarfrestur er til og með 26. júní 2025 og skulu umsóknir berast á netfangið nanna@thingskoli.is. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Frekari upplýsingar um störfin veitir Nanna Marteinsdóttir leikskólastjóri Þingeyjarskóla í gegnum tölvupóst nanna@thingskoli.is  og í síma 464-3590/898-0790.

Deila á