Albertína Friðbjörg Elíasdóttir framkvæmdastjóri SSNE kom við hjá formanni Framsýnar í Grobbholti fyrir helgina, þar sem hann stóð vaktina, enda í stuttu sauðburðarfríi. Tilefnið var að fara aðeins yfir með honum varðandi stöðuna í atvinnu- og byggðamálum í Þingeyjarsýslum ekki síst í ljósi þess að töluverð óvissa er með starfsemi PCC á Bakka vegna sölutregðu og annarra utanaðkomandi þátta er viðkoma rekstri fyrirtækisins. Til viðbótar má geta þess að stjórn og trúnaðarráð Framsýnar mun koma saman til fundar á morgun til að ræða stöðuna og hefur forstjóri PCC, Kári Marís Guðmundsson verið boðaður á fundinn til að gera fundarmönnum grein fyrir stöðunni og næstu skrefum.
