Hafa áhyggjur af stöðunni – funda með þingmönnum

Fulltrúar frá Framsýn hafa verið í góðu sambandi við forsvarsmenn PCC á Bakka vegna stöðunnar sem komin er upp er varðar starfsemi fyrirtækisins. Fram hefur komið hjá forstjóra fyrirtækisins, Kára M. Guðmunds­syni, að staðan sé mjög erfið og þung, markaðirn­ir séu ákaf­lega dapr­ir og verðið mjög lágt og hafi farið lækkandi það sem af er þessu ári. Fyr­ir­tækið fram­leiðir kísilmálm sem seld­ur er að mestu til út­landa.

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar hefur verið boðað saman til fundar þriðjudaginn 20. maí til að fara yfir stöðuna. Gestur fundarins verður, Kári Marís Guðmunds­son, for­stjóri PCC BakkaSilicon hf. á Húsa­vík.

Þá eru dæmi um að þingmenn Norðausturkjördæmis hafi óskað eftir fundi með forystumönnum Framsýnar til að fara yfir stöðuna, fundir þess efnis eru fyrirhugaðir í vikunni enda málið grafalvarlegt.   

Deila á