Framsýn er mjög umhugað um starfsmenntun félagsmanna. Á árinu 2024 fengu 395 félagsmenn greiddar kr. 28.895.120,- í einstaklingsstyrki frá fræðslusjóðum í endurgreiðslur vegna náms eða námskeiða. Sambærileg tala fyrir árið 2023 var kr. 24.194.125,-.
Námsstyrkir árið 2024 skiptast þannig milli fræðslusjóða sem Framsýn á aðild að:
Alls fengu 223 félagsmenn styrki frá Landsmennt kr. 17.307.932,-
Alls fengu 14 félagsmenn styrki frá Sjómennt kr. 1.003.134,-
Alls fengu 70 félagsmenn styrki frá Sveitamennt kr. 4.429.794,-
Alls fengu 33 félagsmenn styrki frá Ríkismennt kr. 2.607.687,-
Alls fengu 48 félagsmenn styrki frá SVS-Fræðslusjóður kr. 2.859.640,-
Alls fengu 7 félagsmenn styrki frá Fræðslusjóði Framsýnar kr. 686.933,-
Samtals fengu félagsmenn því greiddar kr. 28.895.120,- í námsstyrki á árinu 2024.
Fræðslusjóðirnir eru fjármagnaðir með framlögum frá fyrirtækjum, sveitarfélögum og ríkisstofnunum sbr. ákvæði þar um í kjarasamningum. Það á þó ekki við um Fræðslusjóð Framsýnar sem hefur ekki fastan tekjustofn. Hafi félagsmenn klárað sín réttindi í kjarasamningsbundnum fræðslusjóðum eiga þeir rétt á auka fræðslustyrkum hjá Framsýn, allt að kr. 130.000,- á ári. Þannig gerir Framsýn betur við sína félagsmenn sé tekið mið af sambærilegum stéttarfélögum.