Á árinu 2024 voru 1.563 styrkir greiddir úr sjúkrasjóði Framsýnar til félagsmanna en voru 1.389 árið 2023. Samtals námu greiðslur vegna sjúkradagpeninga, annarra bóta og styrkja kr. 133.651.922,-. Sama upphæð fyrir árið á undan var kr. 96.443.425,-. Samkvæmt þessari niðurstöðu er gríðarleg hækkun á styrkjum úr sjóðnum milli ára eða um 39%. Vissulega er þetta mikið áhyggjuefni þar sem sjúkradagpeningar erum um 92 milljónum af heildar greiðslum úr sjúkrasjóðnum. Sjúkradagpeningar eru greiddir til félagsmanna í veikindum, það er eftir að þeir hafa lokið sínum veikindarétti hjá viðkomandi fyrirtæki.
