Aðhald í rekstri skilar sér til félagsmanna

Fjárhagsleg afkoma Frmasýnar var góð á árinu 2024. Rekstrarafgangur var af öllum sjóðum félagsins fyrir utan fræðslusjóð félagsins. Þess ber að geta að Fræðslusjóður Framsýnar hefur ekki fastar tekjur, aðrar en fjármagnstekjur, en veitir félagsmönnum viðbótarstyrki til starfsmenntunar þegar rétti þeirra er lokið úr kjarasamningsbundnum fræðslusjóðum s.s. Landsmennt, Ríkismennt, Sveitamennt, Sjómennt og Fræðslusjóði verslunarmanna. Virkilega góð ábót fyrir félagsmenn.

Rekstrartekjur félagsins námu kr. 420,6 milljónum sem er hækkun um 0,8% milli ára. Félagsgjöld og iðgjöld námu kr. 369,2 milljónum 2024 á móti kr. 359,8 milljónum á árinu 2023 sem er hækkun upp á um 2,6%.

Rekstrargjöld hækka um 19,93% á milli ára en þau námu kr. 323,1 milljón 2024 samanborið við 269,4 milljónir árið á undan. Þar vegur þyngst hækkun á bótum og styrkjum úr sjúkrasjóði. Bætur og styrkir úr sjúkrasjóði er stærsti einstaki útgjaldaliður Framsýnar. Í árslok 2024 var tekjuafgangur félagsins kr. 232,9 milljónir en var kr. 292,3 milljónir árið 2023.

Deila á