Velheppnaður aðalfundur

Aðalfundur Framsýnar fór fram í gær. Að venju var fundurinn líflegur og áhugaverður. Miklar umræður urðu um starfsemi félagsins og voru fundarmenn almennt mjög ánægðir með félagið sitt. Kristján Önundarson lagði fram ályktun um flugvallarmál, það er hugmyndir yfirvalda um að byggja upp flugvöll í Hvassahrauni. Ályktunin var samþykkt samhljóða. Nánar verður fjallað um ályktunina og  helstu málefni aðalfundarins á næstu dögum.

Deila á