Kæru konur – hátíðarhöldin framundan

Kæru konur. Á hátíðarhöldunum 1. maí ætlum við heiðra minningu þeirra baráttukvenna sem stofnuðu Verkakvennafélagið Von fullveldisvorið 1918. Þegar konurnar í Von komu saman til skrafs og ráðagerða á upphafsárum félagsins hafa margar þeirra nokkuð örugglega klæðst upphlut eða peysufötum.  Mikið væri nú gaman að sjá ykkur sem hafið aðgengi að slíkum klæðnaði að mæta þannig klæddar á hátíðarhöldin. Þjóðbúningarnir okkar er menningararfur og gott  dæmi um handverk kvenna sem hvorki þær sjálfar né aðrir voru að halda sérstaklega á lofti. Það gerðist bara af sjálfu sér eins og svo mörg önnur verk kvenna.

Deila á