Glæsileg hátíðarhöld framundan 1. maí

Stéttarfélögin, Framsýn, STH og Þingiðn, hafa unnið að því undanfarið að skipuleggja 1. maí hátíðarhöldin sem fram fara á Fosshótel Húsavík. Boðið verður upp á heimsins bestu kaffiveitingar og frábær skemmtiatriði sem heimamenn sjá um að mestu. Páll Rósinkranz verður sérstakur gestur á hátíðarhöldunum og flytur nokkur lög með Grétari Örvarssyni sem sér um undirspilið. Ræðumaður dagsins verður Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar og ávarp flytur Guðmunda Steina Jósefsdóttir sem var um tíma formaður Framsýnar-ung. Já, það er veisla framundan. Ekki gleyma, það er kvennaárið 2025, þess vegna hvetjum við konur til að klæðast Íslenska þjóðbúningnum en hátíðarhöldin í ár eru tileinkuð þeim baráttukonum sem mörkuðu sporin.

Deila á