Stéttarfélögin, Framsýn, STH og Þingiðn, hafa unnið að því undanfarið að skipuleggja 1. maí hátíðarhöldin sem fram fara á Fosshótel Húsavík. Boðið verður upp á heimsins bestu kaffiveitingar og frábær skemmtiatriði sem heimamenn sjá um að mestu. Páll Rósinkranz verður sérstakur gestur á hátíðarhöldunum og flytur nokkur lög með Grétari Örvarssyni sem sér um undirspilið. Ræðumaður dagsins verður Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar og ávarp flytur Guðmunda Steina Jósefsdóttir sem var um tíma formaður Framsýnar-ung. Já, það er veisla framundan. Ekki gleyma, það er kvennaárið 2025, þess vegna hvetjum við konur til að klæðast Íslenska þjóðbúningnum en hátíðarhöldin í ár eru tileinkuð þeim baráttukonum sem mörkuðu sporin.
Ruth Ragnarsdóttir syngur Maístjörnuna við undirleik Ísaks M. Aðalsteinssonar og hver veit nema hún taki nokkur lög í viðbót enda frábær söngkona.Ísak, sem er drengur góður, verður á svæðinu enda þarf Ruth almennilegan undirleikara.Okkar maður, okkar listamaður, sem hefur verið að gera frábæra hluti enda mikil snillingur tekur nokkur lög fyrir hátíðargesti.Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar flytur hátíðarræðu dagsins.Þessi frábæra söngkona flutti til Húsavíkur fyrir nokkrum árum, þvílíkur meistari og einstök kona í alla staði. Þetta er hún Heiðdís Hanna Sigurðardóttir sem mun koma fram á hátíðarhöldunum ásamt undirleikara.Framtíðin er björt, Guðmunda Steina Jósefsdóttir, sem var um tíma formaður Framsýnar-ung verður með ávarp í tilefni dagsins. Guðmunda klikkar ekki enda mikil baráttukona. Friðrik Aðalgeir Guðmundsson og Sóley Eva Magnúsdóttir verða á staðnum og taka nokkur lög enda inn hjá unga fólkinu. Sérstakur gestur verður einn af bestu listamönnum þjóðarinnar, Páll Rósinkranz, sem lofar að flyta eftirlitslög Íslendinga. Grétar Örvarsson sem er ekki síðri verður á kantinum og spilar undir. Sönn ánægja að fá þessa þjóðþekktu tónlistarmenn til okkar norður til Húsavíkur, það er á sjálfann 1. maí. Tær snilld.