Aðalfundur STH

Aðalfundur Starfsmannafélags Húsavíkur verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl kl. 17:00 í fundarsal stéttarfélaganna. Skorað er á félagsmenn að fjölmenna á fundinn og taka þátt í störfum félagsins. Góðar veitingar í boði.

Aðalfundur er æðsta vald félagsins og skal hann haldinn ár hvert fyrir lok maí. Sérstök verkefni aðalfundar eru þessi:
a) Kjör á starfsmönnum fundarins
b) Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
c) Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til afgreiðslu
d) Ákvörðun félagsgjalds
e) Kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarskrifstofu
f) Lagabreytingar, ef þær liggja fyrir
g) Kosning stjórnar, varastjórnar og skoðunarmanna samkvæmt 8. grein
h) Kosning fulltrúa í orlofsnefnd, ferðanefnd og starfskjaranefnd
i) Kosning fulltrúa á þing BSRB
j) Ákvörðun um laun stjórnar, annarra stjórna, ráða og nefnda
k) Önnur mál

Starfsmannafélag Húsavíkur

Tillögur sem liggja fyrir aðalfundinum

Tillaga 1
Löggiltur endurskoðandi félagsins

Tillaga er um að endurskoðunarfyrirtækið PWC sjá um endurskoðun á ársreikningum félagsins fyrir árið 2025.

Tillaga 2
Um félagsgjald

Tillaga stjórnar er að félagsgjaldið verði óbreytt milli ára, það er 1% af launum.

Tillaga 3
Ráðstöfun á tekjuafgangi

Tillaga er um að tekjuafgangi ársins verði ráðstafað til hækkunar á óráðstöfuðu eigin fé frá fyrra ári.

Tillaga 4
Laun stjórnar og varastjórnar

Tillaga er um að laun stjórnar og varastjórnar fyrir setinn stjórnarfund verði tveir tímar á yfirvinnutaxta samkvæmt launatöflu STH og Sambands íslenskra sveitarfélaga:

Skrifstofuvinna II með 8% álagi. Formaður hafi einn tíma til viðbótar í yfirvinnu per fund vegna undirbúnings og frágangs stjórnarfunda.

Þá hafi formaður á hverjum tíma fasta greiðslu kr. 31.050,- á mánuði fyrir störf sín sem formaður félagsins samkvæmt nánara samkomulagi aðila.

Tillaga 5
Laun fyrir aðrar fastar stjórnir og nefndir kjörnar á aðalfundi

Tillaga er um að laun fyrir aðrar fastar stjórnir og nefndir per setinn fund verði tveir tímar á yfirvinnutaxta samkvæmt launatöflu STH og Sambands íslenskra sveitarfélaga: Skrifstofuvinna II með 8% álagi.

Deila á