Hvenær var Framsýn stofnað?

Fulltrúar frá Framsýn gerðu sér ferð í Reykjahlíðarskóla í gær til að fræða unga nemendur um starfsemi stéttarfélaga, helstu reglur á vinnumarkaði og atvinnulífið í Þingeyjarsýslum. Virkilega áhugaverður og skemmtilegur hópur nemenda. Eftir líflegan fyrirlestur var opnað fyrir fyrirspurnir. Ekki stóð á spurningum enda nemendur mjög áhugsamir um efnið sem var til kynningar í skólanum. Einn nemandi spurði m.a. um sögu Framsýnar, hvenær félagið hefði verið stofnað. Ekki stóð á svari, Verkamannafélag Húsavíkur var stofnað 14. apríl 1911 sem ber í dag nafnið Framsýn stéttarfélag. Nokkrir dagar eru því að félagið verði 114 ára gamalt.

Deila á