Rekstur Þorrasala til mikillar fyrirmyndar

Aðalfundur Húsfélagsins í Þorrasölum 1-3 fór fram í Kópavogi í gær. Framsýn og Þingiðn eiga orðið sex íbúðir í húsinu. Auk venjulegra aðalfundarstarfa urðu umræður um nokkur viðhaldsverkefni sem ráðast þarf í á næstu mánuðum. Fundarmenn voru mjög ánægðir með rekstur og starfsemi húsfélagsins. Stjórnin var endurkjörin en formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni, hefur verið stjórnarformaður húsfélagsins undanfarin ár. Var hann beðinn um að gegna starfinu áfram en hugur Aðalsteins stóð til þess að skipt yrði um formann enda hann búinn að gegna stöðunni til margra ára. Svo fór að hann samþykkti að gegna formennskunni áfram. Með honum í stjórn eru Helga Rúna Péturs gjaldkeri og Sandra Björg Bendiktsdóttir ritari.

Deila á