Fulltrúar frá Bjargi voru á Húsavík í gær. Tilgangurinn var að skoða framkvæmdirnar en vel gengur að reisa sex íbúða raðhús á vegum félagsins á Húsavík. Í morgun voru 16 iðnaðarmenn og verkamenn við störf við húsið í frábæru veðri. Allt gengur eftir áætlun og ekkert er því til fyrirstöðu að flutt verði inn í íbúðirnar í næsta mánuði. Væntanlegir leigutakar komu við á Skrifstofu stéttarfélaganna í gær og skrifuðu formlega undir leigusamninga við Bjarg en fulltrúar frá þeim gengu frá samningum í húsnæði stéttarfélaganna. Um var að ræða mikla hátíðarstund. Meðfylgjandi eru myndir frá heimsókn formanns Framsýnar í morgun á verkstað en hann fór yfir stöðuna á verkinu með verkstjóranum, Gatis Kauzens.




