Fulltrúar frá Carbfix litu við hjá stéttarfélögunum

Nýlega samþykkti Sveitarstjórn Norðurþings samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. Carbfix er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur.

Í viljayfirlýsingunni kemur m.a. fram að aðilar lýsa yfir áhuga á að móttökustöð Carbfix um niðurdælingu og bindingu á CO2 verði byggð upp á Bakka. Verkefnið felli vel að nýrri umhverfis- og loftslagsstefnu sveitarfélagsins, hringrásarhagkerfinu og þeirri hugmyndafræði sem hefur verið mótuð af samfélaginu um Grænan iðngarð á Bakka.

Carbfix kynnti verkefnið fyrir byggðarráði Norðurþings, Framsýn og hagaðilum á Húsavík. Að mati forsvarsmanna stéttarfélagana er um áhugavert verkefni að ræða sem full ástæða sé að skoða áfram með jákvæðum huga. Þá má geta þess að töluverður fjöldi starfa fylgir svona starfsemi.

Til fróðleiks má geta þess að Carbfix hf. vinnur að þróun og uppbyggingu móttökustöðva á Íslandi fyrir koldíoxíð (CO2) sem verður varanlega bundið í berg með Carbfix tækninni. Sjá heimasíðu: https://www.carbfix.com/

Deila á