Uppbygging á Þórshöfn

Það er alltaf ánægjulegt að koma til Þórshafnar á Langanesi. Formaður Framsýnar gerði sér ferð austur fyrir helgina  til að heimsækja formann Verkalýðsfélags Þórshafnar auk þess að spjalla við félagsmenn VÞ sem urðu á vegi hans. Að sjálfsögðu var tekið hús á Birni L. Lárussyni sveitarstjóra og hans ágæta samstarfsfólki á skrifstofu Langanesbyggðar sem ekki er skoðanalaust. Ánægjulegt er að sjá að uppbygging Ísfélagsins heldur áfram á Þórshöfn en þar er verið að byggja stóra frystigeymslu við höfnina sem ætlað er að bæta alla aðstöðu fyrirtækisins á staðnum. Bygg­ing henn­ar er nú kom­in vel á veg ásamt tengi­bygg­ingu sem er rúm­ir 600 fer­metr­ar. Byrjað er að reisa stál­grind húss­ins sem er um 17 metra há. Að grunn­fleti er frystigeymslan um 2.070 fer­metrar. Já, það er allt að gerast á Þórshöfn.

Deila á