Á Kvennaári 2025 verður efnt til a.m.k. tveggja viðburða sem verða tileinkaðir konum af erlendum uppruna innan verkalýðshreyfingarinnar. Fyrri viðburðurinn verður í höndum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum, sem munu í samstarfi við Norðurþing og ASÍ standa fyrir opinni málstofu og pallborðsumræðum á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna, laugardaginn 8. mars. Þar verður sjónum beint að framlagi kvenna af erlendum uppruna til íslensks samfélags og stöðu þeirra hér á landi. Málstofan mun fara fram í Golfskálanum á Katlavelli, Húsavík og standa frá 11:00 -14:00. Boðið verður upp á súpu og brauð í hádeginu. Vonandi sjá sem flestir sér fært að koma og taka þátt í uppbyggjandi samræðum um upplifun erlendra kvenna á íslenskum vinnumarkaði.
