Andlistlyfting

Þessa dagana er unnið að því að setja upp nýjar hurðir við aðalinnganginn inn á Skrifstofu stéttarfélaganna og hjá Sparisjóðnum og Sjóvá sem eru í sama húsi. Markmiðið er að bæta aðkomuna fyrir viðskiptavini. Það eru þeir Gergely og Kristján Eggertsson sem hafa komið að verkinu auk þess sem Ólafur Emilsson hefur verið ómissandi enda góður verkmaður. Reiknað er með að verkinu ljúki að mestu síðar í dag.  

Deila á