Stjórn Framsýnar hefur samþykkt að kaupa eina íbúð í viðbót í Þorrasölum. Þegar hefur verið gengið frá kaupunum. Reiknað er með að íbúðin, sem er á jarðhæð, komist í útleigu í byrjun apríl en hún verður afhent þann 24. mars. Þá verður hún máluð og græjuð. Eftir kaupin á íbúðinni á Framsýn fimm íbúðir í fjölbýlishúsinu og Þingiðn eina. Mikil hagræðing er í því fyrir félögin að eiga allar íbúðirnar á sama stað. Þá er formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni, stjórnarformaður húsfélagsins. Hamingjuóskir til félagsmanna.
