Menntadagur atvinnulífsins fór fram á Hilton Nordica þann 11. febrúar undir yfirskriftinni „Störf á tímamótum“. Menntadagurinn er sameiginlegt verkefni Samtaka atvinnulífsins og allra aðildarsamtaka þar sem fræðslu- og menntamál atvinnulífsins eru í forgrunni.
Á Menntadeginum var 25 ára afmæli starfsmenntasjóðanna m.a. fagnað, menntaverðlaun atvinnulífsins afhent og staða menntunar rædd í arinspjalli við forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur. Eftir formlega athöfn var gestum Menntadagsins boðið að taka þátt í tveimur lotum af áhugaverðum málstofum og kynna sér árangur fjölbreyttra fyrirtækja í fræðslu- og menntamálum á sérstöku menntatorgi dagsins. Viðburðurinn stóð yfir í fjóra klukkutíma. Meðal þeirra sem tóku þátt í Menntadeginum var formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson. Var hann beðin um að vera í áhugaverðu pallborði um „Starfsánægju og samkeppnishæfni – Fagbréf atvinnulífsins“.
Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, Samorku , Samtaka ferðaþjónustunnar , Samtaka fjármálafyrirtækja , Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi , Samtaka iðnaðarins , og Samtaka atvinnulífsins .
Hér má sjá myndir frá Menntadegi atvinnulífsins sem var mjög fjölmennur.
https://www.facebook.com/atvinnulifid/posts/955108600083343


