Nemendur í 10 bekk Borgarhólsskóla ásamt fylgdarliði komu í heimsókn í morgun á Skrifstofu stéttarfélaganna. Þar fengu þeir innsýn inn í starfsemi stéttarfélaga og hvað þau þurfa að hafa í huga þegar þau hefja störf á vinnumarkaði. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni, gerði þeim grein fyrir helstu atriðum og svaraði fjölmörgum spurningum frá mjög svo áhugasömum nemendum.
![](https://framsyn.is/wp-content/uploads/2025/02/20250207_103457-1024x768.jpg)
![](https://framsyn.is/wp-content/uploads/2025/02/20250207_103423-1-1024x768.jpg)
![](https://framsyn.is/wp-content/uploads/2025/02/20250207_103415-1024x768.jpg)
![](https://framsyn.is/wp-content/uploads/2025/02/20250207_103430-1024x768.jpg)