STH – Katla félagsmannasjóður hefur greitt út

Katla félagsmannasjóður greiddi út til sjóðsfélaga þann 3. febrúar fyrir umliðið ár. Breyting er á reglum sjóðsins þannig að nú er greitt út miðað við innborgun til Kötlu félagsmannasjóðs á tímabilinu 1. janúar til 31. desember árið 2024 frá vinnuveitendum. Dregin er af staðgreiðsla skatta sem er 31,49% en hægt er að leggja fram námskostnað á móti hafi félagsmenn ekki fengið það greitt frá Fræðslusjóði. Að öðrum kosti er um kaupauka að ræða.  Sjá reglur um skattaleg skil á innri vef sjóðsins og á rsk.is

Þeir sem eiga eftir að skila inn upplýsingum til sjóðsins geta gert það áfram en þurfa að klára að fylla út umsókn og verður greitt út við næstu útborgun. Félagsmenn Starfsmannafélags Húsavíkur sem starfa hjá sveitarfélögum eiga rétt á greiðslum úr sjóðnum enda hafi þeir verið við störf hjá sveitarfélögum á árinu 2024.

Sjá heimsíðu sjóðsins

Deila á