Þorrasalir – íbúðir málaðar

Um þessar mundir er unnið að því að mála allar íbúðir Framsýnar og Þingiðnar í Þorrasölum, áætlað er að verkinu verði lokið í byrjun febrúar. Markmið félaganna er að hafa íbúðirnar ávallt í góðu standi félagsmönnum og fjölskyldum þeirra til yndisauka. Félögin eiga 5 íbúðir í Þorrasölum.

Það er gott að búa í Kópavogi, sérstaklega í Þorrasölum.

Deila á