Starfsmenn sveitarfélaga innan Framsýnar – Félagsmannasjóður

Allir félagsmenn Framsýnar stéttarfélags sem störfuðu hjá sveitarfélögum á árinu 2024 eiga rétt á greiðslu úr Félagsmannasjóði 1. febrúar. Iðgjald í sjóðinn er 2,2% af heildarlaunum starfsmanna sem sveitarfélögin standa skil á til Framsýnar sem síðan greiðir starfsmönnum út sinn hluta einu sinni á ári, það er 1. febrúar ár hvert. Um er að ræða greiðslu sem tengist kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Sambands ísl. sveitarfélaga sem Framsýn á aðild að fyrir sína félagsmenn sem starfa hjá Norðurþingi, Tjörneshrepp og Þingeyjarsveit. Starfsmenn sveitarfélaga innan Framsýnar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstofu félagsins berist þeim ekki greiðslurnar í byrjun febrúar.

Deila á