Morgunverðarfundur

Formaður Framsýnar gerði sér ferð í morgun í Stórutjarnaskóla, tilgangurinn með heimsókninni var að spjalla við starfsmenn almennt um lífið og tilveruna auk þess sem kjaramál og starfsemi Framsýnar voru að sjálfsögðu til umræðu. Á Stórutjörnum er rekið metnaðarfullt skólastarf. Reyndar gleymdist að taka mynd af fundarmönnum sem voru hressir að vanda. Þess í stað notum við eina gamla og góða mynd sem tekin var þegar formaður Framsýnar gerði sér ferð til að ræða við starfsmenn um kjaramál hér á árum áður.

Deila á