Góður fundur með KS

Formaður Framsýnar gerði sér ferð á Sauðárkrók fyrir helgina til að funda með stjórnendum KS sem nýlega eignuðust Kjarnafæði/Norðlenska. Fram hefur komið í fjölmiðlum að meginmarkmið viðskiptanna sé að auka hagkvæmni, lækka kostnað við slátrun og úrvinnslu kjötafurða og auka þannig skilvirkni og samkeppnishæfni innlendrar matvælaframleiðslu bændum og neytendum til hagsbóta. Fundur Framsýnar með KS var mjög góður í alla staði, menn skiptust á skoðunum um stöðu og framtíðarhorfur í íslenskum landbúnaði. Þá var farið yfir stöðu afurðastöðvana en Kjarnafæði/Norðlenska rekur öfluga kjötvinnslu og sauðfjársláturhús á Húsavík sem hefur verið í góðu samstarfi við Fjallalamb á Kópaskeri. Framsýn lagði áherslu á að rekstur fyrirtækisins á Húsavík yrði tryggður til framtíðar og þá fælust tækifæri í því að efla Fjallalamb á Kópaskeri með auknu samstarfi aðila.

Deila á