Vinnustaðaheimsókn í Fjallalamb

Fulltrúar Framsýnar gerðu sér ferð í Fjallalamb í gær. Umræða var tekin um síðustu sláturtíð sem lauk á dögunum og framtíðina en dregið hefur verulega úr starfsemi fyrirtækisins á síðustu árum, samhliða því hefur starfsmönnum fækkað töluvert. Í heildina var slátrað tæplega 22.000 fjár þetta haustið, sem er heldur meira en á síðasta ári. Þess ber að geta að ekki var slátrað á Vopnafirði í haust sem gerði það að verkum að hluta af því sauðfé sem hefur verið slátrað þar var slátrað hjá Fjallalambi og KN á Húsavík. Fyrir sláturtíðina gekk Framsýn frá samkomulagi við fyrirtækið um launakjör starfsmanna með sérstöku samkomulagi. Það er von Framsýnar að það takist að efla starfsemi Fjallalambs á komandi árum með aðkomu fjársterkra aðila að fyrirtækinu.

Deila á