Þorgrímur Sigmundsson sem skipar annað sætið á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi gaf sér tíma til að setjast niður með formanni Framsýnar í gær til að ræða málefni kjördæmisins og helstu áherslumál er tengjast ekki síst velferðar,- atvinnu- og byggðamálum. Þorgrímur hefur verið á ferðinni um kjördæmið til að kynna sig og málefni Miðflokksins enda stefnir hann að því að komast á þing. Fundurinn var ánægjulegur og gagnlegur á alla staði fyrir báða aðila. Að sjálfsögðu óskum við Þorgrími velfarnaðar líkt og öðrum frambjóðendum sem eru í kjöri til Alþingis í Norðausturkjördæmi.