Sjálfstæðismenn gáfu sér góðan tíma til að fara yfir þjóðmálin með fulltrúm Framsýnar

Jens Garðar Helgason sem skipar fyrsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar kom ásamt fylgdarliði í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna fyrir helgina. Með í för voru nokkrir af þeim sem skipa efstu sætin á listanum. Frambjóðendurnir gáfu sér góðan tíma til að ræða við forsvarsmenn Framsýnar um þjóðmálin. Umræður urðu um komandi kosningar og áherslumál Sjálfstæðisflokksins meðan fulltrúar Framsýnar töluðu fyrir bættu aðgengi að heilbrigðisþjónustu, samgöngumálum, atvinnu- og byggðamálum. Að sjálfsögðu var áætlunarflugið milli Húsavíkur og Reykjavíkur sem reyndar liggur niðri um þessar mundir einnig tekið upp til umræðu. Sjálfstæðismenn óskuðu eftir góðu samstarfi við Framsýn um þau atriði sem betur mega fara í kjördæminu og á landsvísu.

Deila á