Þingeyjarsveit hefur tekið fyrir erindi Framsýnar um breytingar á gjaldskrám. Eftirfarandi var bókað:
„Lagt fram erindi frá Framsýn stéttarfélagi þar sem þar minnt er á samkomulagið sem gert var samhliða síðustu kjarasamningum um aðhald hvað varðar gjaldskrárbreytingar til hækkunar hjá sveitarfélögunum og fyrirtækjum í þeirra eigu. Framsýn óskar eftir við Þingeyjarsveit að virða áðurnefnt samkomulag.“
Byggðarráð Þingeyjarsveitar þakkar erindið og tekur undir mikilvægi þess að hækka ekki álögur á barnafjölskyldur og viðkvæma hópa. Jafnframt telur byggðarráð að hófs sé gætt í öðrum gjaldskrárhækkunum.