Frambjóðandi VG kynnir sér stöðina

Góður gestur kom við hjá formanni Framsýnar í gær, Jóna Björg Hlöðversdóttir, sem skipar annað sætið á lista VG í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Það er alltaf fagnaðarefni þegar frambjóðendur, þingmenn, ráðherrar og aðrir sem koma að stjórnmálum líta við á Skrifstofu stéttarfélaganna til að kynna sér málin og hvað brennur heitast á forsvarsmönnum stéttarfélaganna sem eru vel tengdir atvinnulífinu og því helsta sem brennur á íbúum í Þingeyjarsýslum. Fundurinn fór vel fram og skiptust þau Aðalsteinn Árni og Jóna Björg á skoðunum um málefni samfélagsins, ekki síst er varðar heilbrigðismál, samgöngumál, atvinnu- og byggðamál. Að sjálfsögðu var staða bænda einnig tekin til umræðu enda hefur Jóna Björg verið mjög virk er viðkemur hagsmunum bænda, ekki síst ungra bænda.

Deila á