Formaður með fyrirlestur á Laugum

Framsýn og Framhaldsskólinn á Laugum hafa átt gott samstarf um fræðslu er tengist vinnumarkaðinum og starfsemi stéttarfélaga og lífeyrissjóða fyrir nemendur skólans. Í gær var komið að kynningu fyrir nýnema í skólanum. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni, fór yfir tilgang stéttarfélaga og vinnumarkaðinn. Jóna Finndís Jónsdóttir forstöðumaður réttindasviðs Lsj. Stapa fór yfir gagnlegar upplýsingar er tengjast markmiðum lífeyrisjóða. Nemendur Laugaskóla voru áhugasamir og spurðu frummælendur út í hitt og þetta sem tengdist viðfangsefnum dagsins.

Deila á