Sjóvá og Sparisjóður Suður-Þingeyinga hafa sameinast um þjónustuskrifstofu að Garðarsbraut 26 á Húsavík, það er í húsnæði stéttarfélaganna. Sparisjóðurinn var þar áður en nú hefur Sjóvá jafnframt fengið aðgengi að húsnæðinu. Á þessum tímamótum var rýmið allt tekið í gegn og er nú orðið allt hið glæsilegasta. Starfsmenn segjast afar ánægðir með breytingarnar um leið og þeir bjóða Þingeyinga sem og aðra velkomna í viðskipti.