Fullt hús á kynningarfundi Framsýnar og Íslandsbanka um starfslok á vinnumarkaði

Íslandsbanki í samstarfi við Framsýn stóð fyrir opnum fræðslufundi um mikilvægi þess að hafa allt á hreinu við undirbúning starfsloka. Meðal þess sem tekið var til umræðu var: Hvenær og hvernig er best að sækja lífeyri og séreignarsparnað, skattamál, skipting lífeyris með maka og greiðslur og skerðingar. Frummælendur á fundinum voru Magnea Gísladóttir, lífeyrisráðgjafi hjá Íslandsbanka og Haraldur Gunnarsson, viðskiptastjóri fyrirtækja og fjárfesta hjá Íslandsbanka. Mætingin var rosalega góð, fullur salur af fólki og góðar umræður.

Deila á