Fundur var haldinn í Samráðsnefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB þann 17. júlí 2024.
Samráðsnefndin er sammála um að gr. 13.10 í kjarasamningi aðila breytist svo frá 1. apríl 2024.
Félagsmannasjóður:
Launagreiðandi greiðir mánaðarlega framlag í Félagsmannasjóð sem nemur 2,2% af heildarlaunum starfsmanna. Úthlutun úr sjóðnum skal fara fram 1. febrúar ár hvert samkvæmt stofnskrá sjóðsins.
Greinin gildir ekki um þá starfsmenn er njóta styrkja samkvæmt gr. 13.6.1. í kjarasamningi aðila.
Breyting þessi nær m.a. til félagsmanna Starfsmannafélags Húsavíkur.