Styttist í útleigu – Hraunholtið klárt í ágúst

Um þessar mundir eru í byggingu tvær glæsilegar orlofs- og sjúkraíbúðir á vegum Framsýnar og Þingiðnar á Húsavík. Áætlað er að þær verði klárar í byrjun næsta mánaðar og fari í útleigu til félagsmanna í síðasta lagi 1. september. Fyrirspurnir eru þegar byrjaðir að berast varðandi íbúðirnar, það er hvenær þær verði klárar í útleigu en eins og fram kemur í fréttinni er áætlað að svo verði 1. september 2024. Um er að ræða góða viðbót við orlofseignir félaganna í Reykjavík, Kópavogi og Akureyri. Þá á Framsýn tvö orlofshús, annars vegar í Dranghólaskógi í Öxarfirði og hins vegar á Illugastöðum í Fnjóskadal.

Deila á