Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra leit við hjá formanni Framsýnar í gær en hún var á ferðinni hér fyrir norðan. Aðalsteinn Árni var mjög ánægður með heimsóknina og sagði að þau hefðu skipst á skoðunum um þjóðmálin og málefni er tengjast vinnumarkaðinum. Hann sagði að það væri full ástæða til að hæla Áslaugu Örnu fyrir að gefa sér tíma til að líta við en heimsóknin var að hennar frumkvæði.