Fréttabréf stéttarfélaganna kom út í morgun fullt af efni og því verulega efnismikið. Fjallað er um starfsemi stéttarfélaganna og þá er viðtal við formann Framsýnar sem fagnar um þessar mundir 30 ára formennsku í Framsýn. Auk þess hefur hann verið forstöðumaður Skrifstofu stéttarfélaganna í þrjá áratugi. Blaðið er komið í allar helstu verslanir á Húsavík, eftir helgina verður það aðgengilegt í verslunum utan Húsavíkur og á Skrifstofu stéttarfélaganna.