Starfsgreinasamband Íslands hefur undirritað kjarasamning við Fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs. Skrifað var undir í gær, þriðjudag. Kjarasamningurinn nær til aðildarfélaga sambandsins, þar á meðal Framsýnar stéttarfélags. Innan sambandsins eru 1.306 félagsmenn á kjörskrá, þar af eru 139 á kjörskrá hjá Framsýn. Félagsmennirnir starfa m.a. hjá HSN, Skógræktinni, Vegagerðini, þjóðgörðunum og í framhaldsskólunum í Þingeyjarsýslum. Núgildandi kjarasamningur aðila, framlengist frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028 með þeim breytingum og fyrirvörum sem felast í samkomulaginu og fellur þá úr gildi án frekari fyrirvara. Unnið er því að taka saman kynningarefni og frekari upplýsingar um samninginn. Félagsmönnum Framsýnar stendur til boða að greiða atkvæði með rafrænum hætti. Nánari upplýsingar hvað það varðar verða aðgengilegar á heimasíðunni um leið og þær liggja fyrir.