Stuðningsyfirlýsing við verkfallsaðgerðir í Færeyjum

Allt frá 14. maí hafa staðið yfir umfangsmiklar vinnustöðvanir í Færeyjum þar sem stór hluti vinnandi fólks hefur lagt niður störf til að krefjast betri kjara. Framsýn stéttarfélag lýsir yfir fullum stuðningi við vinnustöðvun félagsmanna í Foroya arbeiðarafélagi, Havnar arbeiðarafelagi, Klaksvíkar arbeiðskvinnufelagi og Klaksvíkar arbeiðsmannafelagi.

Jafnframt hvetur Framsýn til þess að félagsmenn aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands gangi hvorki beint né óbeint í störf félagsmanna framangreindra samtaka meðan á vinnustöðvun stendur.

Deila á