Í dag var undirritaður nýr samningur milli Framsýnar og Samtaka atvinnulífsins um kaup og kjör starfsmanna við hvalaskoðun á Húsavík. Samningurinn byggir á kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands. Gildistími samningsins er frá 1. febrúar 2024 til 31. janúar 2028. Hægt er að nálgast helstu atriði samningsins hér að neðan:
SAMNINGUR
milli
Framsýnar, stéttarfélags
og
Samtaka atvinnulífsins
um breytingar á kjarasamningi um störf á farþegabátum í ferðaþjónustu
1. gr.
Almennir kjarasamningar Framsýnar, stéttarfélags og Samtaka atvinnulífsins voru framlengdir með kjarasamningum SA og SGS 7. mars 2024. Kjarasamningarnir gilda frá 1. febrúar 2024 til 1. febrúar 2028. Samningur þessi felur í sér nánara samkomulag um framkvæmd þeirra samninga fyrir félagsfólk Framsýnar sem starfar á farþegabátum í ferðaþjónustu og breytingu á gildandi kjarasamningi aðila vegna þessara starfa.
2. gr.
Launabreytingar og kauptaxtar
Um almenna hækkun launa og orlofs- og desemberuppbót fer skv. aðalkjarasamningi SA og Framsýnar.
Kauptaxtar verða sem hér segir á samningstímabilinu:
1.2.2024 | 1.1.2025 | 1.1.2026 | 1.1.2027 | |
Byrjunarlaun | 475.820 | 501.598 | 527.087 | 552.526 |
Eftir 1 ár í starfsgrein | 483.750 | 508.500 | 533.250 | 558.000 |
Eftir 3 ár í starfsgrein | 494.225 | 517.975 | 541.725 | 565.475 |
Starfsmaður sem starfað hefur tvær vertíðir við hvalaskoðun skal eftir það ekki taka lægri laun en m.v. 1 ár í starfsgrein. Með vertíð er átt við a.m.k. 500 unnar stundir.
3. gr.
Við grein 5.1.1. bætist:
Heimilt er að greiða fæðisgjald fyrir hverja ferð og skal það þá að lágmarki vera kr. 450 pr. ferð.
Húsavík og Reykjavík, 26. mars 2024
F.h. Framsýnar, stéttarfélags F.h. Samtaka atvinnulífsins
Bókun
Ef starfsmaður er sendur af atvinnurekanda, sem hann er í ráðningarsambandi við, til að sinna störfum hjá öðrum lögaðila, teljast unnar stundir þar sem hluti vinnuskyldu hjá atvinnurekanda, óháð því hver greiðandi launa er.
Bókun
Fyrirtækin sem starfa við hvalaskoðun á Húsavík leggja mikla áherslu á að öllum öryggisreglum sé fylgt er snúa að áhöfn og farþegum. Fyrirbyggjandi öryggisfræðsla er lykilþáttur í starfseminni og hnökralaus framkvæmd er mikilvæg til að tryggja gott orðspor atvinnugreinarinnar.
Reynsla lykilstarfsfólks getur bætt enn frekar öryggisvitund um borð. Til að miðla þeirri reynslu með markvissari hætti munu fyrirtækin auka tíðni samstarfsfunda stjórnenda og fulltrúa starfsfólks.
Bókun
Skv. kjarasamningi skulu neysluhlé vera sem svara 5 mín. fyrir hvern unninn klukkutíma. Þessi hlé eru tekin milli ferða eftir nánara samkomulagi starfsfólks og stjórnanda. Við skipulag ferða skal tryggt að starfsfólk fái þessi samningsbundnu neysluhlé.