Atkvæðagreiðsla um nýgerðan kjarasamning Samiðnar við Samtök atvinnulífsins (SA) sem Þingiðn á aðild að hefst á morgun, þriðjudaginn 12. mars, kl. 12:00 og stendur yfir til kl.12:00 þriðjudaginn 19. mars nk. Atkvæðagreiðsla fer fram í gegnum „mínar síður“ en allt félagsfólk fær sendan hlekk á atkvæðagreiðslu í gegnum tölvupóst og sms, ef upplýsingar eru til staðar. Jafnframt verður komið fyrir slóð á heimasíðu stéttarfélaganna framsyn.is svo allir félagsmenn Þingiðnar geti kosið en 75 félagsmenn eru á kjörskrá. Sjá frekari upplýsingar um samninginn:
Ríkisstjórnin hefur tilkkynnt umfangsmiklar aðgerðir ríkis og sveitarfélaga sem styðja eiga við markmið kjarasamninga.
Helstu atriði kjarasamningsins má finna hér á glærum.