Ákveðið hefur verið að kalla Samninganefnd Framsýnar saman til skyndifundar á morgun, föstudag, kl. 17:00. Í nefndinni eru rúmlega þrjátíu félagsmenn frá vinnustöðum á félagssvæðinu. Tilgangur fundarins er að fara yfir stöðuna í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands sem Framsýn á aðild að og næstu skref. Þá verður tekið fyrir atvik sem átti sér stað í vikunni í Karphúsinu og tengist kjaraviðræðunum. Fyrir fundinum liggur tillaga um að ráðist verði í aðgerðir á félagssvæði Framsýnar til að knýja á um gerð kjarasamnings en verkafólk hefur verið án samnings frá 1. febrúar 2024. Framsýn telur ástandið ólíðandi með öllu. Nánari fréttir af fundinum verða birtar á heimasíðunni eftir fundinn á morgun.