Hvolpurinn Kúti kom í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna á dögunum. Tilgangurinn var ekki að leita eftir upplýsingum um helstu réttindi á vinnumarkaði, þess stað snerist heimsóknin um að heimsækja nafna sinn Kúta formann Framsýnar. Vel fór á með þeim nöfnum en hvolpurinn er ættaður frá einu þekktasta ræktunarbúi landsins í hundarækt, Ketilsstöðum á Tjörnesi. Kúti er framtíðar smalahundur og hefur fengið nýtt heimili þar sem honum er ætlað stórt hlutverk. Nokkuð er um að húsdýr og önnur dýr séu skýrð í höfuðið á formanni Framsýnar. Nýlega mátti m.a. sjá auglýsingu á netmiðli þar sem Kúti var auglýstur til sölu, um var að ræða hestfolald sem fæddist 1. maí á baráttudegi verkafólks. Eigandanum fannst því við hæfi að skýra folaldið í höfuðið á verkalýðsforingjanum á Húsavík. Þá hefur forystuhrúturinn Kúti vakið athygli en hann er til heimils á sauðfjárbúi sunnan við Húsavík og er að gera það gott.