Barna- og unglingaráð Völsungs biðlaði nýlega til Framsýnar um að styrkja kaup á æfingavestum fyrir yngri flokka félagsins í knattspyrnu. Framsýn varð við ósk íþróttafélagsins og færði þeim ný vesti sem að sögn forsvarsmanna koma að góðum notum í yngri flokka starfinu sem er með öflugasta móti um þessar mundir. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni, gerði sér ferð út á æfingasvæði Völsungs þar sem ungir iðkendur voru á æfingu undir stjórn Elmars Ö. Guðmundssonar þjálfara og afhendi þeim vestin formlega. Með þeim á hópmyndinni er Aðalsteinn Jóhann Friðriksson yfirþjálfari yngri flokka Völsungs.