Fræðslusjóður Þingiðnar hefur verið að eflast ár frá ári en hann var stofnaður 2018 af félagsmönnum sem greiða ákveðið framlag til sjóðsins á hverju ári. Þess vegna hefur verið tekin ákvörðun um að hækka styrki úr sjóðnum. Frá og með síðustu áramótum eiga félagsmenn rétt á allt að kr. 130.000,- styrk á ári, þó aldrei meira en 90% af kostnaði við námið. Nýti félagsmenn ekki sjóðinn í þrjú ár hækkar upphæðin í kr. 390.000,-. Jafnframt kemur inn ný regla varðandi tveggja ára rétt. Það er, nýti félagsmenn ekki réttinn í tvo ár eiga þeir rétt á kr. 260.000,- í niðurgreiðslur.