Flugfélagið Ernir hefur ákveðið að bjóða upp á aukaflug til Húsavíkur þann 2. janúar næstkomandi sökum ákalls heimamanna um frekari þjónustu. Brottför frá Reykjavík er 12:00 og brottför frá Húsavík er 13:15. Þetta var staðfest með samtali forsvarsmanna Framsýnar og flugfélagsins í dag. Að sjálfsögðu eru þetta ánægjulegar fréttir enda margir á ferðinni um og eftir áramótin.