Framsýn tekur heilshugar undir ályktun SGS um málefni eldri borgara og öryrkja

„9. þing Starfsgreinasambands Íslands, haldið í Reykjavík 25.-27. október 2023, lýsir yfir fullum stuðningi við þá kröfu Landssambands eldri borgara að grunnlífeyrir frá TR verði sambærilegur lægsta taxta SGS. Enn fremur lýsir SGS yfir fullum stuðningi við þá kröfu að frítekjumark vegna lífeyristekna verði hækkað verulega en frítekjumarkið hefur verið óbreytt í sex ár. Þing SGS skorar á heildarsamtök launafólks að standa þétt við bakið á sínum gömlu félagsmönnum í þeirra baráttu og að þeirra málefni verði á dagskrá í komandi kjarasamningaviðræðum við ríkisvaldið.“

Deila á