Gjöf sem gleður – Húsavíkurbréfin vinsæl

Húsavíkurstofa hefur unnið markvisst að því undanfarin ár að kynna og efla sölu Húsavíkurgjafabréfa. Á síðasta ári gekk sala bréfanna með ágætum en verslun í heimabyggð skiptir gríðarlega miklu máli fyrir alla hagaðila. Nýting bréfanna er góð og ánægjulegt að fleiri og fjölbreyttari verslunar- og þjónustuaðilar hafa verið að leysa til sín bréfin. Vegna þessa og óformlegra rannsókna og umtals í samfélaginu má ætla að ánægja sé með bréfin í samfélaginu. Húsavíkurstofa stefnir ótrauð áfram áformum sínum og áætlar að halda þessari góðu þróun áfram.

Um leið og Húsavíkurstofa minnir á Húsavíkurgjafabréfin nú í aðdraganda aðal sölutíð bréfanna vill hún færa samfélaginu þakkir fyrir þeirra hlut í velgengni þeirra. Við hvetjum fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög og félagasamtök sem og einstaklinga til að nýta sér Húsavíkurgjafabréfin til gjafa og styðja þannig við verslun og þjónustu í heimabyggð. 

Eins og áður í góðu samstarfi við Sparisjóð S-Þingeyinga er hægt að kaupa bréfin í bankaútibúi sparisjóðsins á Húsavík. 

Húsavíkurstofa

Deila á