Skrifað undir samkomulag við Fjallalamb

Rétt í þessu skrifuðu fulltrúar frá Framsýn stéttarfélagi og Fjallalambi hf. undir sérkjarasamning um kjör starfsmanna við sauðfjárslátrun haustið 2023. Samningurinn byggir á samningi aðila sem gilti í fyrra. Um 60 starfsmenn starfa við slátrun á vegum fyrirtækisins í haust. Vel gekk að ráða starfsmenn til starfa yfir sláturtíðina. Áætlað er að slátra um 24 þúsund fjár þetta haustið.

Deila á