Starfsmenn sveitarfélaga – kjósum um samninginn

Þann 12. september, var undirritaður nýr kjarasamningur milli SGS/Framsýnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samningurinn gildir í 6 mánuði, frá 1. október 2023 þegar núverandi samningur rennur út til 31. mars 2024. Með því að fara inn á heimasíðu stéttarfélaganna; framsyn.is er hægt að nálgast helstu upplýsingar um samninginn og þar er einnig hægt að kjósa um samninginn en atkvæðagreiðslan er rafræn. Atkvæðagreiðslunni lýkur kl. 09:00 þann 26. september næstkomandi.

Framsýn stendur fyrir kynningarfundi um kjarasamninginn í fundarsal stéttarfélaganna fimmtudaginn 21. september kl. 18:00. Í boði er að tengjast fundinum í gegnum teams fyrir þá sem komast ekki á fundinn. Þeim sem það vilja er bent á að senda ósk þess efnis á netfangið kuti@framsyn.is tímanlega fyrir fundinn. Afar mikilvægt er að félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögum á félagssvæðinu kynni sér samninginn vel og greiði atkvæði.

Framsýn stéttarfélag

Deila á